Við götu nokkra stendur gamalt strætisljósker. Það hefur staðið þar alla sína strætisljóskers tíð og þekkir ekkert annað. Nú er hins vegar komið að leiðarlokum því þetta er síðasta kvöld þess í embætti sínu. Daginn eftir skal það fært á skrifstofuna og örlög þess ráðin af embættismönnum. Ljóskerið gamla kvíðir framtíðinni sem er býsna loðin, hvort það verði brætt niður eða flutt í annan stað. Mest óttast það þó að tapa þeim minningum sem það hefur öðlast gegnum ævina. Nú og einnig að skiljast við næturvörðinn og konu hans. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.