Finnska þjóðin varð fyrir miklu áfalli einn föstudagseftirmiðdag í október 2002 þegar sprengja sprakk í verslunarmiðstöð í Myyrmanni í Vanda. Í gegnum árin höfðu sjálfsmorðsárásir og aðrar hryðjuverkaaðgerðir átt sér stað annars staðar í heiminum en fáum hafði dottið í hug að eitthvað þessu líkt gæti gerst í Finnlandi. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að sprengingin, sem menn héldu fyrst að væri einfaldlega óhapp, kannski er betra að segja að menn hafi vonað það, var verk eins manns. Atburðurinn vakti athygli um alla Evrópu og í Bandaríkjunum. Hvers vegna gerðist þetta? Því miður munum við aldrei fá svar við því.