Rannsókn á íkveikju í Halland haustið 2002 leiddi til þess að lögreglunni tókst að koma upp um brotamann sem réðst á útlendinga af því að hann óttaðist þá og hataði. Athafnir mannsins einskorðuðust ekki við að hann kveikti í húsum þeirra – hann sóttist líka eftir athygli! Athyglisþörf hans var fullnægt þegar fjölmiðlarnir fjölluðu um athafnir hans! Þegar búið var að handtaka manninn var ferilsskrá hans gerð upp. Sumarið 2002 hafði hann myrt sómalskan innflytjanda í Hjällbo í Gautaborg. Þetta morð upplýstist ekki fyrr en lögreglan hafði látið þýða það sem maðurinn hafði skrifað í dagbók sína, en hann notaðist við rúnaletur!