Í fegurstu rósinni í garðinum býr agnarlítill álfur, svo lítill að ekkert mannlegt auga fær greint hann. Kvöld eitt er hann svo seint á ferð að rósin hans hefur lokað blöðum sínum. Á næturgöltri sínu um garðinn gengur hann fram á elskendur á ástarfundi, og verður í kjölfarið vitni að voðaverki. Knúinn áfram af gæsku og samúð með ástfangna unga fólkinu leggur hann upp með það að markmiði að illvirkinn fái makleg málagjöld. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.