Categorias Ver Todas >

Audiolivros Ver Todos >

E-books Ver Todos >

Rangur maður á röngum stað 

Rangur maður á röngum stað 

Sinopse

Í febrúar 2002 kom upp manndrápsmál sem setti óhug að flestum lögreglumönnum sem að rannsókn málsins stóðu. Rúmlega fimmtugur maður lét lífið fyrir það eitt að vera á röngum stað á röngum tíma. Engin tengsl voru milli mannsins og árásarmannsins. Árásarmaðurinn, sem var 23 ára, átti engan afbrotaferil að baki. Hann lenti í klóm fíkniefna en neysla hans varð til þess að hann framdi þennan voðaverknað. Ætla má að hann hafi í fyrstu ætlað að ræna manninn en ránið endað með þessum skelfilegu afleiðingum. Málið sýnir á afgerandi hátt verstu afleiðingar eiturlyfjaneyslu og mikilvægi þess að allir leggis tá eitt gegn fíkniefnabölinu. Ungi maðurinn breyttist í ógæfumann á örskammri stundu vegna neyslu fíkniefna. Hann var alinn upp í hlýju umhverfi, átti góða að og naut mikillar umhyggju sinna nánustu. Framtíð hans hefði verið björt ef hann hefði ekki lent á ógæfubraut eiturlyfja.