Eftirfarandi saga lýsir því hvernig lítilfjörlegt atvik, það að tveir menn, hvor öðrum ókunnir, áttu samtímis leið um brautarpall á fáfarinni lestarstöð eina örskotsstund á vetrarkvöldi, hafði skelfileg áhrif á örlög þeirra beggja, áhrif sem aldrei verða afmáð eða dregin til baka. Annar varð næstum morðingi – hinn mun aldrei lifa því lífi sem hann ætlaði sér.