Nöfnunum á fórnarlömbunum og gerendunum í þessu máli hefur verið breytt í þessari grein. Efnið í greininni er fengið úr rannsóknargögnum lögreglunnar vegna málsins en þau eru mjög umfangsmikil, aðeins yfirheyrslurnar fylla 262 blaðsíður. Að auki eru gögn frá tæknideildinni í fjórum möppum og segulbandsspóla með neyðarhringingunni meðal málsgagna. Gögn um yfirheyrslur yfir 27 einstaklingum eru með málsgögnunum. Á meðan á rannsóknarvinnunni stóð voru 36 sjálfstæð atvik rannsökuð til að öðlast betri yfirsýn yfir málið. Atburðarásin hefst 16. júlí 2001 þegar piltarnir hafa tekið ákvörðun um að myrða tvær manneskjur. Rannsókninni lauk 4. september sama ár.