Fljótsdæla saga gerist á Austurlandi, einkum í Fljótsdal. Sagan er sögð í framhaldi af Hrafnkels sögu Freysgoða. Einnig tengist hún Droplaugasona sögu og segir að hluta til frá sömu sögupersónum, Helga og Grími Droplaugarsonum. Stíll sögunnar er sérstæður og líflegur en persónur sögunnar eru fjölbreyttar og eftirminnilegar.