Klukkan 09.10 miðvikudaginn 17. september 2003 sprakk sprengja í svartri Toyota Corolla-bifreið sem var nýfarin út af bifreiðastæði við Amtssjúkrahúsið í Glostrup. Bifreiðin var komin út á götuna sem liggur frá bifreiðastæðinu þegar sprengjan sprakk.Ökumaður bifreiðarinnar var Mickey Larsen sem var 32 ára og fyrrum Bandidosmeðlimur og lést hann samstundis.Sprengingin var svo öflug að bifreiðin hentist um 20 metra í loft upp og brak úr henni ásamt líkamspörtum dreifðist yfir mjög stórt svæði. Strax eftir sprenginguna kviknaði eldur í bifreiðinni og allt brann sem brunnið gat.