Categorias Ver Todas >

Audiolivros Ver Todos >

E-books Ver Todos >

Austfjarðaþokan 

Austfjarðaþokan 

Sinopse

Það gæti verið fróðlegt fyrir lesendur að velta fyrir sér stöðu lögreglumanna annars vegar og þeirra sem fremja skipulögð afbrot hins vegar. Þeir sem fremja afbrot á borð við það sem segir frá hér á eftir, þ.e. innflutning á fíkniefnum, nota oft á tíðum mikinn tíma, fjármagn og önnur úrræði til að þess að úthugsa leiðir til þess að sleppa við afskipti lögreglu. Þeir eru ekki bundnir af neinum leikreglum heldur þvert á móti nýta sér það ,,frelsi' að ganga algerlega óbundnir til verka. Það eina sem heftir þá á nokkurn hátt er sú staðreynd að einhver möguleiki er á því að lögregla eða tollgæsla komist, stundum fyrir slysni, að fyrirætlunum þeirra. Á hinn bóginn eru lögreglu settar margvíslegar leikreglur sem í langflestum tilvikum snúa að því að vernda réttindi brotamanna, þeir eiga víst sömu mannréttindi og við hin sem fetum hinar þröngu slóðir. Tilgangurinn með því að binda hendur lögreglu í baráttunni við afbrotamenn er sá að vernda hinn almenna borgara. Þetta hljómar kannski afkáralega en er staðreynd engu að síður. Lögreglunni er treyst fyrir ákveðnum valdbeitingarheimildum og hinn almenni borgari verður að geta treyst því að lögreglan fari ekki út fyrir þær heimildir sem henni eru settar í lögum og reglum. Bæði gegn réttlátum og ranglátum. En neyðin kennir naktri konu að spinna. Með mikilli vinnu og eljusemi tekst stundum að klófesta ,,höfuðpaurana' en það er jú það sem alla sem vinna að rannsóknum stærri afbrota dreymir um. Hér segir frá manni sem dreymdi um að vera höfuðpaur en komst ekki svo langt, alla vega ekki í fyrstu tilraun.