Categorias Ver Todas >

Audiolivros Ver Todos >

E-books Ver Todos >

Fimmta ferð Sindbaðs farmanns (Þúsund og ein nótt 41)

Fimmta ferð Sindbaðs farmanns (Þúsund og ein nótt 41)

Sinopse

Sindbað ásamt hópi kaupmanna voru staddir í langri sjóferð þegar þeir komu framhjá eyju þar sem þeir komu auga á stórt egg. Kaupmennirnir voru gráðugir og kærulausir, svo þeir tóku eggið og steiktu litla fuglinn, þrátt fyrir að Sindbað varaði þá við því. Í kjölfarið birtust foreldrar ungans sem voru það stórir og sterkir að þeim tókst að eyðileggja skipið. Sá eini sem lifði af var Sindbað. Honum tókst að komast á fjarlægja eyju þar sem hann hitti veikburða eldri mann sem þurfti á aðstoð Sindbaðs að halda. Mun þessi maður verða leið Sindbaðs út úr hættunni eða er hann mögulega hættan sjálf? Þetta er 41. sagan í röðinni af 46 ævintýrum í hinu klassíska safni 'Þúsund og ein nótt'.Eftir að Sjarjar konungur er svikinn af konu sinni getur hann ekki treyst öðrum konum. Hann tekur sífellt við nýjar konur og afhausar þær svo. Þegar hann kynnist Sjerasade eru það töfrandi sagnamáttur hennar sem nær að halda henni á lífi, en sögur hennar heilla konung á þann hátt að hann fær sig ekki til þess að drepa hana. Ævintýralegu sögurnar sem innihalda forn heilræði hafa einnig þann mátt að geta breytt ákvörðunum og örlögum konungsins.Hin einstaka list þess að segja sögur birtist í samansafni ævintýra 'Þúsund og einnar nætur' sem hafa í margar aldir heillað ímyndunarafl kynslóða um allan heim. Það mætti jafnvel nefna sögurnar á meðal mikilfenglegustu framlaga Arabískra, Mið-Austurlenskra og íslamskra rita til heimsbókmennta. Heill hellingur af bókmenntum, tónlist, list og kvikmyndum hafa orðið til vegna innblásturs frá sögunum, sem halda áfram að hafa gríðarleg áhrif enn þann dag í dag. Sögurnar eru töfrum líkastar og uppfullar af ævintýrum og finna má margvíslegar uppfærslur af þeim í formi Aladdín, Alí Baba og Sindbað sæfara. Þú munt ekki sjá eftir því að gleyma þér um stund í ævintýrunum sem standa yfir í þúsund og eina nótt.